7. fundur
fjárlaganefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 9. október 2023 kl. 09:36


Mætt:

Stefán Vagn Stefánsson (SVS) formaður, kl. 09:36
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:36
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:36
Kristrún Frostadóttir (KFrost), kl. 09:36
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 09:36
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:36

Njáll Trausti Friðbertsson var fjarverandi vegna fundar á vegum Alþingis erlendis. Eyjólfur Ármannsson og Jóhann Friðrik Friðriksson voru fjarverandi. Björn Leví Gunnarsson vék af fundi kl. 11:00 vegna fundar á vegum Alþingis. Teitur Björn Einarsson vék af fundi kl. 11:20.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2024 Kl. 08:36
Til fundarins kom Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Með honum komu Runólfur Birgir Leifsson og Dagný Leifsdóttir frá heilbrigðisráðuneytinu.
Ráðherra kynnti þau málefnasvið og málaflokka sem eru á ábyrgðarsviði ráðuneytisins og svaraði spurningum nefndarmanna ásamt starfsmönnum ráðuneytisins.
Samþykkt var skv. 1. mgr. 24. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, sbr. 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá heilbrigðisráðuneytinu um tiltekin atriði í frumvarpinu.

2) Önnur mál Kl. 11:29
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 11:30


Fundi slitið kl. 11:31